Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Thursday 11 September 2014

Skautaferð

Sæl Öll

Minnum á Skautaferðina í Skautahöllina Laugardal á föstudaginn frá 17-19 Aðgangur 650kr með eigin skauta eða 1000kr með leigða skauta. Pizza og gos verður í boði.

Endilega skrá stelpurnar með því að láta vita hér eða senda póst á sigpal@simnet.is Foreldraráðið

Tuesday 9 September 2014

Takk fyrir samveruna stelpur

Hópmyndataka !

Í dag fór fram síðasta æfingin á þessu tímabili. Ég vil þakka bæði iðkendum og foreldrum fyrir samveruna og samskiptin á liðnu tímabili.

Við hittum ykkur stelpurnar næst á fimmtudag þar sem myndataka fer fram á fylkisvellinum. Það er gríðarlega mikilvægt að þið allar mætið í Fylkis-keppnisbúning, treyju, stuttbuxur, takkaskór, legghlífar.

Myndatakan hefst stundvíslega klukkan 16:50 og stendur til 17:10 (athugið að það er ekki æfing).


Æfingum er hér með lokið á þessu tímabili og tekur því nýtt tímabil við þann 15.september.

Bestu kveðjur
Kjartan og Hulda Hrund

Thursday 28 August 2014

Breyttur tími enn og aftur!

Athugið að vegna leikja á fylkisvelli, þá mæta stelpurnar á æfingu klukkan 15:00 í dag en ekki 16:00 eins og gefið var út í gær !

Wednesday 27 August 2014

Æfing á morgun, fimmtudag

Athugið að 6.flokkur mætir á æfingu með 5.kvenna á morgun klukkan 16:00.

Kveðja Kjartan

Monday 25 August 2014

Æfingatimar uppfært

Uppfært.  . . . .

Skólarnir byrjaðir og eru því æfingatímar sem hér segir:

Mánudagar 16:30-17:30

Þriðjudagar 16:30-17:30

Fimmtudagar 16:30-17:30

Kveðja Kjartan og Hulda Hrund

Thursday 21 August 2014

Breyttur æfingatími í dag fimmtudag

Sæl og blessuð

Í dag færist æfing frá klukkan 14:30, til klukkan 16:00.
Æfingin fer fram á æfingagrasinu á bak við fylkishöll. Að þessu sinni mun Hörður, þjálfari 5.flokk kvenna stjórna æfingu.

Bestu kveðjur
Kjartan og Hulda Hrund

Monday 18 August 2014

Vikan 18-22.ágúst

Þar sem skólar eru að fara að hefjast mun ég gefa út æfingatöflu viku fyrir viku. Það verða þó litlar breytingar á núverandi viku. Æfingar verða sem hér segir: 

Eina breytingin er fimmtudaginn 21.ágúst

Í dag mánudag, 14:30-15:30
Þriðjudag 14:30 - 15:30
fimmtudag 16:20 - 17:20 

kveðja Kjartan og Hulda Hrund

Sunday 17 August 2014

Hnátumótið 28.ágúst í Sandgerði hjá B-liðinu

Hér fyrir neðan sjáið þið leikdag og leiki hjá B-liðinu okkar sem komst áfram í Hnátumótinu. 

1fim. 28. ágú        14:25     Hnátumót - B-lið Ú SV 1       N1-völlurinn     ÍBV        Fylkir                    
2fim. 28. ágú        15:15     Hnátumót - B-lið Ú SV 1       N1-völlurinn      Fram     Fylkir                    
3fim.28. ágú        16:05   Hnátumót - B-lið Ú SV 1      N1-völlurinn    Fylkir     Breiðablik 2        

Sunday 10 August 2014

Takk fyrir helgina

Takk fyrir æðislega og vel heppnaða keppnisferð.

Stelpurnar voru sannkallaðar hetjur fyrir að spila í þessu veðri og foreldrar og aðstandendur voru nú hörkutól að horfa á þessar litlu hetjur spila. 

Svona var útkoman :
Fylkir1 endaði í 2.sæti eftir sáran úrslitaleik. 3-2 fyrir Stjörnunni.
Fylkir2 endaði í 5.sæti eftir sigur á KA mönnum í hlutkesti. 1-1 (fengum fiska)
Fylkir3 endaði í 7.sæti eftir að hafa unnið sinn fyrsta leik á móti Stjörnunni. 1-0

Vona að heimferðin hafi verið góð og við þökkum fyrir okkur.

Næsta æfing er þriðjudaginn 12.ágúst

Frí á morgun, mánudag

Kveðja Hulda Hrund, Ruth og Kjartan

Tuesday 22 July 2014

Komið þið sæl iðkendur sem og foreldrar

Næstkomandi fimmtudagskvöld ætlum við í 6.flokki kvenna að hittast fyrir framan innganginn á Fylkisvöll og fara því saman undanúrslitaleik Fylkis og Selfoss í Borgunarbikarnum. Þetta er einn stærsti leikur kvennaliðs Fylkis og ætla því þjálfarar, iðkendur og foreldrar að láta stuðning sinn svo sannarlega í ljós og styðja við bakið á Huldu Hrund og stelpunum í þessum mikilvæga leik.

Hittumst því stundvíslega klukkan 19:00 í fylkistreyjum og látum vel í okkur heyra

Kveðja Kjartan og Hulda Hrund
Mynd frá Árni Jónsson.
Fimmtudagur kl. 19:15